Rvk Ritual

Helgisiðir eða rituals eru raðir af einföldum aðgerðum og venjum sem fylgt er eftir með ásetningi. Þær rækta dýpri tilfinningatengingu og hollustu við þitt sjálf. Þær geta einnig skapað heilagleika í þínu daglega lífi. Rými, vörur og viðburðir Rvk Ritual er ætlað að styðja við þína vegferð í átt að minna stressi og meiri vellíðan. Rvk Ritual er vellíðunarfyrirtæki sem hefur tileinkað sér að sameina nútímaaðferðir og aldagamla heimspeki í því skyni að gera hversdagslífið tilgangsmeira og tengdara en áður.

Reykjavík ritual var stofnað af þeim Dagnýju Berglindi Gísladóttur og Evu Dögg Rúnarsdóttur og var ætlað að vera uppspretta innblásturs um allt sem viðkemur vellíðan og veita verkfæri til uppfærslu fyrir hina uppteknu nútíma manneskju. Reykjavík Ritual er bæði netvettvangur og rými.


Liquid error: Could not find asset snippets/element_picker.liquid