KENZAN / FLOWER FROG - IKEBANA
KENZAN / FLOWER FROG - IKEBANA

KENZAN / FLOWER FROG - IKEBANA

Venjulegt verð 7.490 kr
Einingaverð  hvert 
Skattur innifalinn.

Kenzan sem einnig er kallað pinnafroskur er tól sem notað er við Japönsku blómaskreytingalistina Ikebana. Kenzaninn er þá notaður til þess að festa blómin til þess að þau standi betur og skreytingin verði fyllri og þannig fallegri. Notkun á kenzan aðstoðar við að halda blómaskreytingunni á sínum stað án þess þó að hindra vatns- og næringarinntöku. Auk þess stuðlar kenzan að því að vatnið helst hreint í lengri tíma sem lengir líftíma blómanna. Kenzan er búinn til úr þungri blýplötu með nálum úr látúni eða stáli sem standa upp úr plötunni. Nafnið Kenzan þýðir á Japönsku sverðafjallið.

Í kringum blýplötuna er gúmmí sem ætlað er að vernda vasann eða það yfirborð sem Kenzaninn er settur á gegn rispum. Kenzaninn er svartur og passer því vel við dökka vasa og gerir hann minna áberandi. Kenzaninn er blettþolinn.

Varúð – leiðbeiningar fyrir betri endingu.

Geymið þar sem börn ekki ná til, alltaf ætti að fylgjast með börnum og leiðbeina þeim við notkun kenzan. Ef nálarnar eru beygðar með afli geta þær brotnað, ef nálar bogna má nota hanafubuki tól til þess að laga nálarnar en það er einnig notað við hreinsun á Kenzan. Þurrkið með hreinum og þurrum klúti eftir notkun og passið að þurrka vel ofan í og undir gúmmíinu.

efni: ryðfrítt stál, blý og gúmmí

stærð: 61 x 61 x 21 mm.

þyngd: 247g.

nálastærð: 1,4 mm. þvermál og 13 mm. á hæð

nálafjöldi: 168

uppruni: framleitt í Niigata, Japan