HÖR SLOPPUR
HÖR SLOPPUR
HÖR SLOPPUR
HÖR SLOPPUR
HÖR SLOPPUR

HÖR SLOPPUR

Venjulegt verð 39.900 kr
Einingaverð  hvert 
Skattur innifalinn.

Hör sloppurinn er úr náttúrulegu höri og hannaður fyrir þína vellíðan og þægindi hversdags. Einfaldur stíllinn veitir gerir kimanoinn að glæsilegri og tímalausri flík sem er ávallt glæsileg.

Sloppurinn er mjög léttur og andar vel, sem tryggir þægindi og létta tilfinningu. Hann verður mýkri og sterkari við hverja notkun sem gerir það að verkum að þú munt njóta hans í verulega langan tíma.

Hver sloppur kemur í ferðapoka úr hör.

Stærð

Sloppurinn er þægilega laus og hægt að klæða hann á ýmsa vegu. Hann er bundinn með bandi í mittið en hægt er að sleppa bandinu. Tveir vasar eru á sloppnum. Stærðin kallast one size en við vitum öll að það er ekki til hann er 150cm. á lengdina og 110cm. á breiddina.

Smáatriðin

Slopparnir eru handsaumaðir af litlum framleiðanda nálægt Guimarães í Portúgal.

Hörið sem slopparnir eru framleiddir úr kemur frá litlu fjölskyldureknu fyrirtæki nálægt Lille í norður Frakklandi sem var stofnað árið 1778. Hefðir og nýsköpun er þar í hávegum haft en þeirra markmið er að framleiða gæðaefni á vistvænan máta. HöriThe linen yarn for our robes comes from a family-owned company near Lille in the North of France, founded in 1778. Hörinn sem þau framleiða er í samræmi við hæstu gæðastaðla og er vottað með MASTERS OF LINEN®, EUROPEAN FLAX® & OEKO-TEX®.

Í því skyni að heiðra hina einstöku eiginleika hörsins er efnið í sloppunum hvorki litað né steinþvegið sem kemur í veg fyrir efnameðferðir og dregur verulega úr vatnssóun í framleiðsluferlinu.

Hver sloppur kemur pakkaður í ferðapoka úr hör sem tryggir plastlausa pakkningu.

Notkun og umönnun

Við mælum með því að þvo sloppinn í köldu vatni. Hægt er að þvo hann á viðkvæmri stillingu og mest 30 gráðum. Þar sem um er að ræða náttúrulegt efni mælum við með því að notast eingöngu við vistvænt þvottaefni, sé það ekki gert gæti það endað með bleikingaráhrifum og veikt uppbyggingu efnisins.

Þar sem að efnið er náttúrulegt og hefur ekki verið átt við á neinn hátt mun sloppurinn skreppa saman um 10% eftir fyrsta þvott.

Efnið þornar fremur hratt og á ekki að fara í þurrkara. Við mælum með því að hengja sloppinn upp á herðatré til þess að koma í veg fyrir krumpur. Það má strauja sloppinn á lágum hita.

Njóttu þess að klæðast sloppnum á hverjum degi. Efnið mýkist eftir því sem það er notað meira og er ávallt ótrúleg mjúkt. Sloppurinn er tímalaus og endingargóður svo þú getur notið hans sem best og sem lengst.

Sjálfbærni

Hör plantan er upprunnin í Vestur-Evrópu, dafnar vel í lélegum jarðvegi og þarf ekki á öðru en regni að halda til þess að dafna. Efnið sjálft er lífbrjótanlegt og mun því ekki taka pláss í landfyllingu eftir að efnið hættir í notkun.

Varanlegt

Hör er mjög endingargott efni (30% sterkara en bómull), sem verður mýkra við hverja notkun. Vel gerð flík úr hör getur enst alla ævi.

Ofnæmisfrítt

Ekki eru notuð hörð eiturefni eða nokkurs konar varnarefni á hör og hentar efnið því mjög vel bæði þeim sem kljást við ofnæmi og / eða viðkvæma húð.

Hitastýring

Hör er mjög létt efni sem andar sem gerir það að verkum að efnið kælir þegar heitt er en hlýjar þegar kalt er. Efnið drekkur í sig vatni án þess þó að vera rakt viðkomu sem fær þig til þess að líða fersku öllum tímum.

Lúxus

Að búa til hör er handverkskúnst sem krefst mikillar þekkingar, reynslu, tíma og er yfirleitt enn að öllu leyti handgert. Þetta langa ferli gerir hör að lúxus, náttúrulegu efni sem er enn dýrara en bómull.