




N°4 er mildur og þægilegur decaf (koffínskertur) í einstöku jafnvægi með tónum af sítrus og dökku súkkulaði. N°4 er einstök blanda af kaffibaunum frá Perú, Mexíkó og Hondúras. Hinn fullkomni síðdegis eða kvöldbolli. Hentar einstaklega vel sem mildur espresso eða lungo og má einnig nota í mjólkurdrykki.
Styrkur 2/5 – Appelsínugul hylki – 10 stk.
Sjöstrand hylkin eru þau fyrstu í heiminum sem skilja eftir sig jákvæð áhrif á umhverfið. Sjöstrand sér til þess að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, er bætt að fullu og gott betur. Þannig sér Sjöstrand fyrir því að meira kolefni sé bundið en sleppt er út við framleiðslu og flutning. Hylkin eru framleidd úr sterkju og plöntutrefjum og má því henda með lífrænum úrgangi, sé sá möguleiki ekki fyrir hendi er best að henda þeim með almennu sorpi þar sem þau brotna hratt niður.
Sjöstrand hylkin eru vottuð með eftirfarandi gæðastimplum: