SEDRUSVIÐARHRINGIR
Venjulegt verð
1.290 kr
Skattur innifalinn.
Hringir úr rauðum sedrusvið sem munu gefa skápnum þínum og fataherberginu ferskan ilm. Að koma sedrusvið fyrir í skápnum er gamalt húsráð. Hægt er að setja sedrusviðarhringana á herðatrén eða dreifa þeim um skápinn. Passið þó að setja hringina ekki beint á fatnað þar sem að viðurinn gæti skilið eftir fitubletti. Þegar lyktin dvínar er hægt að pússa hringina létt með sandpappír til þess að fá sama styrk og áður.
þyngd: 105 g.
hæð: 1 cm. þvermál: 4,5 cm.