Teketillinn er nútímaleg útfærsla af hinum hefðbundna Japanska tekatli. Lítið op á lokinu gerir það að verkum að ilmurinn af te jurtunum fyllir rýmið. Steypujárnspotturinn er mattur að utan en gljáandi að innan. Fínt handfangið gerir það að verkum að teketillinn sem virkar fremur grófur þægilegan í notkun. Hita má teketilinn upp á alla þá vegu sem hugsast getur nema í örbylgjunni.
Nánari upplýsingar
Hönnuður: Utilise.objects
Þyngd: 2,9 kg.
Litur: svartur
Efni: steypujárn
Hæð: 8 cm.
Lengd: 20 cm.
Breidd: 17,5 cm.
Heldur: 1,2 l.
Leiðbeiningar um þrif: fjarlægið allt lím fyrir fyrstu notkun. Þvoið eldfasta mótið í volgu sápuvatni og þurrkið vel.
Má EKKI fara í uppþvottavél. Má EKKI fara í örbylgjuofn.
Hönnuður: Utilise.objects
Giel Dedeurwaerder: “The Collage teþjónustan er byggð á fullkomnu jafnvægi milli efna, forma og hlutfalla og á þeirri hugmyndafræði að borðbúnaður getur einnig verið skrautmunur í stað þess að vera falinn ofan í skúffu á milli notkunar.” Innblásnir af Japanskri hönnun, Giel Dedeurwaerder og Brent Neve sem mynda saman hönnunartvíeykið Utilise.objects útbjuggu bolla úr hreinum akasíu við og teketil úr steypujárni. Samblanda af hlýjum viðartónum og óslítandi steypujárn gefur nákvæmlega þau endingargóðu, hagnýtu og fagurfræðilegu einkenni sem hönnunartvíeykið var að leitast eftir. Þessir sömu eiginleikar urðu til þess að línan hlaut Henry Van de Velde verðlaunin árið 2019 í flokki heimilismuna.