SERAX


Serax er Belgískt hönnunarvörumerki. Serax hefur verið starfandi í yfir 30 ár og starfar í dag með ástríðufullum hönnuðum um allan heim. Margir af fremstu hönnuðum heims hafa hannað vörulínur fyrir Serax og borðbúnað frá Serax er að finna á mörgum af bestu veitingastöðum himsins. Í gegnum árin hefur Serax orðið fjölhæft lífsstílsmerki en vörurnar sem finna má hjá Serax er util dæmis borðbúnaður, lýsing, húsgögn, fylgihlutir og allt þess á milli.

Serax var stofnað af þeim SERge og Axel Van Den Bossche, tveimur bræðrum sem ólust upp við fyrirtækjarekstur móður sinnar en Serax var stofnað árið 1986. Í dag er Serax rekið af Axel og konu hans Marie Michialssen sem er yfirhönnuður fyrirtækisins. Serax er því fjölskyldufyrirtæki þar sem ástríða er ríkjandi.