MELLE

Nokkur orð frá Melle

Stofnendur Melle voru orðnir þreyttir á því að sjá rakvélar vera það eina á baðherberginu sem ekki passaði við neitt og þar með byrjaði hugsjónin á bakvið Melle. Rakvélar Melle eru tímalausar og hannaðar til þess að endast. Klassísk nauðsynjavara gerð enn handhægari þar sem hægt er að fá áfyllingar á rakvélina senda.

Við ætlum okkur að hafa áhrif á alþjóðlegan iðnað

Að hugsa um líkamann ætti ekki lengur að vera á kostnað umhverfisins. Yfir síðustu áratugi hafa rakvélar verið búnar til úr plasti. Við vildum útbúa rakvél sem væri falleg en um leið úr sjálfbæru efni, að lokum ákváðum við að hanna okkar eigin. Rakvélar Melle eru gerðar úr sinki sem er 100% endurvinnanlegt efni endalaust.

Hannað til þess að endast

Við trúum því að þið munið nota og njóta rakvélarinnar frá Melle í langan tíma. Markmið okkar er að vera með hlutlaust kolefnisfótspor og stuðla að framleiðsluferli sem hefur ekki neikvæð áhrif á plánetuna okkar.


Liquid error: Could not find asset snippets/element_picker.liquid