MELLE


Stofnandi Melle, Emma ætlaði sér árið 2019 að versla rakvél en komst þá að því að allar rakvélar ætlaðar konum komu í marglitum blöndum af bleikum, fjólubláum og gulum og umfram allt, þær voru allar úr plasti. Með það fyrir hugsjónum að hanna fallega og sjálfbæra rakvél varð Melle til.

Við trúum því að það að hugsa um líkamann, heimilið og hárið ætti ekki að koma niður á umhverfinu. Við vildum útbúa rakvél sem væri bæði í senn, falleg og úr sjálfbærara efni. Staðreyndin var sú að rakvélin var ávallt það eina sem passaði ekki inn á baðherbergið en ekki lengur. Tveimur árum eftir að undirbúningur hófst eða í ágúst árið 2021 gaf Melle út sína fyrstu vörulínu. Melle er stytting á orðinu Mademoiselle; "ógift frönsk kona”, óháð og sterk.