Um okkur

Hver erum við?

Hringur Verzlun var stofnað af tveimur systrum; Irpu Fönn og Ímu Fönn. Lengi hafði verið draumur  hjá okkur að opna okkar eigin verzlun og það mikið rætt okkar á milli og móður okkar, þegar að við áttuðum okkur á því á sama tíma í samkomutakmörkunum og óvissu að við vorum hvorugar með fulla vinnu og úr varð að láta drauminn rætast.

Verslunin sjálf

Útlit verzlunarinnar er frábrugðið hefðbundnu útliti verzlana og er hún sett upp líkt og stúdíó íbúð með afgreiðsluborði í miðjunni. Lagerinn er sýndarlager og staðsettur við vegg á bakvið afgreiðsluborðið en hægt er að rölta þar í gegn. Við lifum eftir og trúum á slow living og mínímalisma og sést það skýrt í vöruúrvali og uppsetningu verslanarinnar sem endurspeglar okkar persónuleika og skoðanir að okkar mati.

Aflættir og útsölur

Við ákváðum það um leið að afslættir og útsölur yrðu ekki. Gott verð og sanngjarnt alltaf - við tökum ekki þátt í hraðri tísku og seljum því sígildar vörur sem úreldast ekki með lágmarks álagningu.

Liquid error: Could not find asset snippets/element_picker.liquid