Umhverfisstefna

Okkur hjá Hringur Verzlun finnst gífurlega mikilvægt að huga að umhverfinu og áhrifum okkar sem og viðskiptavina okkar á það. Við áttum okkur á því að ábyrgð okkur fer umfram það sem ætlast er til af okkur þegar litið er til laga og reglugerða. Við ákváðum því og förum eftir umhverfisstefnu þessari og höfum valið fyrirtæki og vörur sem passa þeirri stefnu og hafa einnig skýra umhverfisstefnu og finna fyrir ábyrgð.

Umhverfisstefna okkar verður reglulega uppfærð og tekin til skoðunar í því skyni að meta stöðu okkar og sjá hvað og hvort mætti betur fara.

Slow living

Verslunin sjálf er og hvetur til slow living en slow living er hugtak sem á við um ákveðinn lífsstíl. Slow living eða hægara líferni leitast við að hægja á hraða nútímalífs á fleiri en eina vegu. Hægara líferni snýst um nákvæmlega það, hægara líferni að staldra oftar við og njóta staðar og stundar, snúa okkur frá því að þurfa allt og þurfa það núna með aukinni meðvitund um umhverfið, fólkið í kringum okkur og aukinni þolinmæði sem dæmi trúum við að lífsgæðin aukist.

Slow living er í senn lífsspeki, hugarástand og vera einstaklings sem hvetur til öðruvísi nálgunar og aðferðafræðilegu ferli við daglegt líf en við þekkjum flest í dag sem okkar daglega líf. Slow living hvetur til þess að staldra í núinu og njóta tímans í stað þess að telja tímann, heildræn og tímalaus aðferðafræði sem byggir á fornri visku og andlegri nálgun. Slow living snýst um vellíðan og að gera hlutina eins vel og hægt er í stað þess að gera þá eins hratt og hægt er, þeir sem lifa hægt lifa meðvitað, hugsandi og djúpt, leitast við að finna jafnvægi í líferni sínu með því að huga vel að vellíðan, geðheilsunni og draga úr streitu og álagi.

Nú gæti einhver velt fyrir sér hvað það kemur umhverfisstefnu við en lífsstíllinn hvetur til þess að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna og allt og alla sem í kringum okkur er, að eignast frekar fáa en góða og vandaða hluti, að skapa minningar frekar en álag og er að okkar mati sá lífsstíll sem er byrjunin á því besta sem við getum gert fyrir jörðina okkar.

Pakkningar og pokar

Við endurnýtum þær pakkningar sem vörur koma til okkar í og lágmörkum notkun óþarfa pakkninga. Líkt og fyrirtækin sem við verslum við leitumst við við að pakka einungis í endurnýtanlegt og / eða endurnýtt efni.

Pokarnir í versluninni eru einfaldir pappapokar, ómerktir að öllu þar sem við vonumst til þess að þeir verði notaðir aftur og við gerum okkur grein fyrir því að þó það sé fín auglýsing geti merkingar aftrað frá endurnotkun slíkra poka. p.s. okkur hefur reynst vel að pakka inn í pappapoka ómerkta líkt og um gjafapappír væri að ræða - mælum með.

Sendingar

Við sendum vörur frá okkur með Dropp en allar sendingar með Dropp eru kolefnisjafnaðar og allir bílar Dropp verða rafmagnsbílar en sú innleiðing hefur nú þegar hafist hjá fyrirtækinu.

Við gefum af okkur

Hluti af því að lifa meðvitað er að átta sig á mikilvægi þess að gefa af sér. Við höfum ákveðið þar sem málefnið skiptir okkur miklu máli að gefa árlega af ágróða verslunarinnar til málefna heimilislausra.

Birgjarnir okkar

Til þess að styðja við það sem við höfum skrifað hér á undan tókum við saman frá nokkrum af birgjum okkar búta úr þeirra umhverfisstefnum til þess að sýna dæmi um hvað þau fyrirtæki sem við vinnum með eru að gera.

Sjöstrand

Sjöstrand vélarnar eru framleiddar úr ryðfríu stáli með góðan endingu sem lykilmarkmið. Kaffið er 100% lífrænt, Fair Trade vottað og skilur ekki eftir neitt kolefnisspor – því er síðan pakkað í hylki úr sterkju og plöntutrefjum, efnum sem brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi.

Kolefnisjöfnunin fer fram í gegnum samtökin Vi Skogen í Svíþjóð sem plantar trjám og berst gegn fátækt í þróunarlöndum.

Tautanz

Við framleiðum fágaðar, vistvænar vörur sem tryggja lúxus og þægindi á meðan stuðlað er að velferð líkama þíns og umhverfisins. Við kunnum að meta gæði sem gerð eru við sanngjarnar og sjálfbærar aðstæður. Allar okkar vörur eru handgerðar af Portúgölsku handverksfólki. 

Við notumst einungis við náttúruleg innihaldsefni og efni sem endast í því skyni að tengjast enn betur náttúrunni og okkar sjálfi.
Innihaldsefnin í sápunum okkar eru fengin frá Portúgölskum birgjum. Hörið okkar kemur frá fjölskyldureknu fyrirtæki í Norður-Frakklandi og er vottað með eftirfarandi gæðavottunum: MASTERS OF LINEN®, EUROPEAN FLAX® & OEKO-TEX®.

Giving back is very important to us. We donate a minimum of 1% of our monthly profits to The Ocean Cleanup to support their mission to re-create a healthy, waste-free ocean habitat.

Tangent GC

Frá stofnun fyrirtækisins árið 2012 hefur sjálfbærni verið okkur mikilvægt. Vörurnar okkar eru náttúrulegar og lífrænar og hafa ávallt verið, alveg frá því þær voru bara hugmynd. Að þær væru náttúrulegar var mikilvægt, ekki einungis til þess að sleppa við slæm eiturefni heldur til þess að bæta einnig gæði vörunnnar sem heildar. Við höfum heimfært sömu ströngu reglur yfir á allar okkar vörur og farið er eftir því þegar nýjum vörum er bætt við.

 

 

 

Liquid error: Could not find asset snippets/element_picker.liquid