“Kremkenndur café au lait litblær sem getur einnig nýst sem bronzer og veitir þér sveigjanleika til þess að sérsníða förðunina þína” Þessi kremkenndi café au lait litblær er hinn fullkomni upphafspunktur fyrir hvaða förðun sem er. Manketti er sand-drappaður litur og er nálægt náttúrulegum lit flestra vara og því tilvalinn til þess að láta augnlitinn njóta sín enn betur. All over colour línan hefur unnið til ýmissa verðlauna, er lífræn, náttúruleg og gerð úr hinum ýmsu plöntum sem hægt er að nota sem varalit, kinnalit og augnskugga, allt í einni og sömu vörunni. Hægt er að nýta litinn á ótal vegu þar sem hægt er að byggja hann upp þannig að liturinn getur verið allt frá daufum lit í mjög litsterkan eða blanda saman við aðra liti til þess að fá fram nýja liti. Manketti er fullkominn litur til þess að byrja förðun hverju sinni þar sem að hann veitir sveigjanleika til þess að sérsníða förðunina. Þessi drappaði litur er mjög nálægt náttúrulegum lit vara. Hann veitir húðinni líf og dregur fram augnlitinn hverju sinni. Notaðu hann til þess að veita vörunum, kinnunum og eða augunum hlutlausan lit sem dregur fram útlit þeirra. Þú getur einnig blandað litnum við aðra náttúrulega liti eða þinn uppáhalds til þess að búa til nýjan lit sem miðaður er að þínum óskum. Til þess að fá fram smoky augu er mælst til þess að blanda litnum saman með Bronzelighter í litnum Roseate. Manketti er í senn kaldur og hlýr litur. Mælst er til þess að nýta hann sem kinnalit fyrir ljósa húðliti frekar en dekkri.
Notkunarleiðbeiningar:
Vörulýsing:
All Over Colour hefur unnið til fjölmargra verðlauna og eru 4 í einu vara sem bíður upp á glitlausa, kremkennda liti sem hægt er að byggja upp og endast lengi auk þess sem þeir næra húðina um leið þar sem þeir gefa frá sér raka. Vörurnar eru tilvaldar sem kinnalitur, varalitur og / eða augnskuggi.
Notkunarmöguleikarnir eru ótal margir, hægt er að nota vörurnar á varirnar, kinnarnar og augun. mismikið eða lítið af vörunni stýrir dýpt litsins sem fæst frá vörunni og hægt er að blanda henni saman við aðrar til þess að fá enn fleiri möuleika á litum.
Þessi kremkennda formúla með fullkominni blönda af olíum og vaxi rennur áreynslulaust á og blandast auðveldlega á húðinni sem gerir það að verkum að förðunin verður eins náttúruleg og hægt er. Mögulegt er að nota vöruna eins og sér eða blanda henni saman með öðrum fyrir einstakan lit.
Með því að dúmpa litnum létt á varirnar er líkt og verið sé að bletta hana en með því að bæta við lögum er hægt að byggja upp litinn og fá enn kremkenndari áferð. Fyrir aukinn gljáa er hægt að bæta All Over Shine yfir fyrir aukinn gljáa eða undir fyrir aukna næringu.
Viljirðu þekja betur eða lýsa upp litinn mælum við með því að blanda örlitlu af Skin Enhancer Eburnean saman við litinn og síðan á það svæði sem honum er ætlað. Fyrir kremkenndari áferð er mælst til þess að nudda vöruna í umbúðunum þar sem það virkjar þær náttúrulegu og lífrænu olíur sem eru í olíunni sem gerir það að verkum að áferðin verður eins og óskað er eftir.
Innihaldsefni:
Ricinus Communis (Castor) Seed Oil*, Prunus Amygdalus Dulcis (Sweet Almond) Oil*, Caprylic/Capric Triglyceride** (From Coconut Oil), Cera Alba (Beeswax)*, Candelilla (Euphorbia Cerifera) Cera***, Glycerin** (Plant-Based), Prunus Armeniaca (Apricot) Kernel Oil*, Copernicia Cerifera (Carnauba) Wax*, Mica***, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter*, Ethyl Vanillin (Nature Identical), Tocopherol** (Non-Gmo Vitamin E), [+/- Ci 77891 (Titanium Dioxide), Ci 77491 (Iron Oxides), Ci 77492 (Iron Oxides), Ci 77499 (Iron Oxides), Ci 19140 (Yellow 5 Lake, Ki4)]. *Certified Organic **Produced from organic raw materials ***Produced from natural/wild harvested raw materials
Pakkningar, geymsla og endurvinnsla: