Þegar gripið skiptir öllu máli. Yogamotta sem hrindir vel af sér svita og býður þannig upp á besta mögulega grip sem völ er á. Yogamottan hentar öllum tegundum yoga sem og öðrum æfingum, sérlega góð fyrir Hot Yoga og Bikram Yoga. Á gripmottunni stendurðu stöðugt og færð um leið hámarks stuðning, jafnvel í erfiðustu stellingum. Gripmottan mun án efa verða traustur æfingafélagi þinn innan skamms, hvort heldur sem er við léttar eða krefjandi æfingar.
Mottan hefur unnið til verðlauna
Þunnt lag efst á mottunni af efninu polyurethane heldur svitanum í burtu og dregur í sig raka sem hjálpar þér að ná góðu gripi á mottunni. Þykkt neðra lag af eiturefnalausu PVC veitir mýkt fyrir hendur, fætur og liði sem snerta mottuna hverju sinni. Ekkert latex er í mottunni.
Upplýsingar
Þvoið mottuna með röku handklæði eða tusku eftir sveittar æfingar.
Efni: polyuretan og eiturefnalaust pvc
Stærð: 180cm. x 61cm. x 5mm.
Þyngd: 1,8 – 2,2kg.
Þykkt: 5mm.
Yogiraj ráð
Gott grip á yogamottu skiptir mestu máli þegar kemur að hámarks árangri og stöðugleika í hinum ýmsu stellingum. Gott grip er jafnframt eitthvað sem hver manneskja upplifir á sinn einstaka hátt. Ástæðan fyrir því getur verið allt frá reynslu, tækni, þurrki á höndum eða miklum handáburði eða öðru kremi, svita á lófum eða annað. Hins vegar eiga allar mottur það sameiginlegt að gripið er ekki endilega fullkomið við fyrstu notkun en batnar eftir nokkrar notkanir. Vertu því þolinmótt gagnvart mottunni þinni og sýndu henni ást. Veittu mottunni kost á því að verða þinn besti yoga félagi og þakka þér fyrir að stuðla að sjálfbærni og betri jörð með vali þínu á þessarri mottu.