Pressukannan frá Sjöstrand er tímalaus og klassísk hönnun. Kannan er úr ryðfríu stáli með glansandi áferð. Veggir könnunar eru tvöfaldir sem gerir það að verkum að kaffið helst heitt í lengri tíma og kemur einnig í veg fyrir ofhitnun á. Pressan er aðskiljanleg frá könnunni sjálfri sem gerir það að verkum að þrifin eru auðveld.
Pressukannan rúmar 800 ml. og er hentug fyrir um 4-6 bolla af kaffi.
Aðferð við uppáhellingu:
Setjið grófmalað kaffi í botninn á pressukönnunni.Hæfilegt er að miða við eina matskeið af kaffi á 1,25 dl. af vatni.
Sjóðið vatn og leyfið vatninu að standa aðeins þar til hitinn lækkar í um 92-96°C en það er kjörið hitastig til þess að ná fram öllum eiginleikum kaffisins.
Hellið vatninu í könnuna og bíðið í um 4 mínútur áður en pressað er rólega niður.
Lofið kaffinu að lokum að standa litla stund áður en bragðað er á kraftmiklu og gómsætu kaffi.