SJÖSTRAND


Sjöstrand er sænskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað af þeim Jenny og Niklas, í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. „Það var kaffihylkjavél sem við fengum í jólagjöf sem var kveikjan. Við skiljum vel afhverju margir eru hrifnir af því að fá sér espresso í hylkjaformi – það er einfalt, fljótlegt og gott. Okkur leið þó aldrei vel með einnota hylki úr áli útfrá sjónarmiðum um sjálfbærni. Við tókum því málin í okkar hendur og grunnhugmyndin að Sjöstrand Coffee Concept fæddist.”

Sjöstrand vélarnar eru framleiddar úr ryðfríu stáli með góðan endingu sem lykilmarkmið. Kaffið er 100% lífrænt, Fair Trade vottað og skilur ekki eftir neitt kolefnisspor – því er síðan pakkað í hylki úr sterkju og plöntutrefjum, efnum sem brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi.